CSS & XSL

Upprunaleg útgáfa: http://www.w3.org/Style/CSS-vs-XSL

Þýðandi: Mark Goeder-Tarant

Athugið að þetta er þýðing af skjali frá W3C. Upprunalega skjalið er verndað með lögum umhöfundarrétt.Sérstakar þakkir fá Naturheilpraxis Königstein fyrir diggan stuðning við að gera þetta skjal aðgengilegt á íslensku

(Þessi síða notar stílblöð)

W3C stílar

Hvort ætti ég að nota?

 

CSS

 

XSL

Af hverju mælir W3C með tveim mismunandi stílmálum? Hvort ætti maður að nota? Svarið er í raun mjög einfalt:

Notaðu CSS þegar þú getur, notaðu XSL þegar þú verður.

Ástæðan fyrir þessu er sú að það er mikið auðveldara að nota CSS og læra á og þar af leiðandi mun auðveldara og ódýrara að viðhalda. Hægt er að fá WYSIWYG ritþóra til að vinna með CSS og yfir heildina litið þá eru fleiri verkfæri fáanleg fyrir CSS heldur en fyrir XSL. Þetta þýðir það líka að þar sem að CSS er einfaldara í notkun, þá hefur það líka sínar takmarkanir. Suma hluti er ekki hægt að framkvæma með CSS, en aðra er eingöngu hægt að framkvæma með CSS. Það sama gildir um XSL.

Í hvað notar maður þá XSL? Í grunninn allt sem þarfnast umbreytingar (e: tranformation). T.d. ef þú ert með lista og vilt birta hann í ákveðinni röð, eða ef þú þarft að skipta út ákveðnum orðum eða ef þú vilt að tóm gildi fái ákveðin orð í staðinn. Með CSS er hægt að birta texta upp að ákveðnu marki, en bara í mjög litlu magni, t.d. númeraða lista og svo framvegis.

Diagram of the role of XSL and CSS in rendering HTML and
	XML documents Þessi mynd sýnir mismunandi hlutverk XSL og CSS. Hægt er að birta XML skjöl á þrjá mismunandi vegu: (1) ef skjalið þarfnast ekki umbreytingar, skal nota CSS. Annars er best að nota XSL-T, umbreytingarhluta XSL annaðhvort með því að (2) birta stíls eigindin með endurröðuðum texta með því að nota undirmál XSL sem kallast XSL-FO (Formatting Objects) eða (3) birta nýtt XML eða HTML skjal og tengja CSS stílblað við það.

Meiri upplýsingar:

Bert Bos, W3C Style Activity Lead
Webmaster
Created 22 July 1999.
Last updated: $Date: 2009/10/07 07:59:20 $ GMT