Vef stílblöð

Vef stílblöð
heimasíða

Upprunaleg útgáfa: https://www.w3.org/Style/

Þýðandi: Mark Goeder-Tarant

Athugið að þetta er þýðing af skjali frá W3C. Upprunalega skjalið er verndað með lögum umhöfundarrétt. Sérstakar þakkir fá og nasen op Frankfurt fyrir diggan stuðning við að gera þetta skjal aðgengilegt á íslensku

(Þessi síða notar stílblöð)

Hvað er nýtt

Hvað eru stílblöð?

Frétta úrklippur

Ráðstefnur

CSS

XSL

DSSSL

CSS-DOM & SAC

“Vonandi munu nýjungar framtíðarinnar taka sér "Web Consortium" til fyrirmyndar við vinnu þess á CSS”

— Jakob Nielsen

Hvað er nýtt?

Sjá "Hvað er nýtt?" hluta CSS og XSL.

Hvað eru stílblöð?

Stílblöð lýsa því hvernig skjöl eru birt á skjá, á prenti, eða kannski hvernig þau eru borin fram. W3C hefur á virkan hátt kynnt notkun á stílblöðum á vefnum síðan samtökin voru stofnuð árið 1994. The Style Activity hefur stuðlað að því að nokkur W3C Meðmæli hafa verið búin til (CSS1, CSS2, XPath, XSLT). CSS er sérstaklega framfylgt í vöfrum.

Með því að tengja stílblöð við skipulögð skjöl á vefnum (td HTML), geta höfundar og lesendur haft áhrif á framsetningu gagna án þess að fórna tæknilegu sjálfstæði eða bæta við nýjum HTML tögum.

Auðveldasta leiðin til að byrja að gera tilraunir með stílblöð er að finna vafra sem styður CSS. Umræður um stílblöð fara fram á [email protected] póstlistanum og comp.infosystems.www.höfundar.stylesheets.

W3C Stíl Aðgerðin vinnur einnig að þróun XSL, sem samanstendur af XSLT og "Formatting Objects" (XSL-FO).

Af hverju tvö stílblaðamál?

Ertu að velta fyrir þér hvort þú eigir að velja? Lestu "CSS & XSL"

Sú staðreynd að W3C hefur þróað XSL auk CSS hefur valdið nokkrum ruglingi. Hvers þróa annað stílblaðs mál þegar þróunaraðilar hafa ekki enn lokið því fyrra? Svarið er að finna í töflunni hér að neðan:

CSS XSL
Hægt að nota HTML? yes no
Getur verið notað með XML? yes yes
Umbreytingar mál? no yes
Mál CSS XML

Eiginleikar CSS eru þeir að það er hægt að nota til að stíla HTML og XML skjöl.XSL, á hinn bóginn er hægt að nota til að umbreyta skjölum. Til dæmis getur XSL verið notað til að umbreyta XML gögnum í HTML / CSS skjöl á vefþjóninn. Þannig að þessi tvö mál bæta hvort annað upp og hægt er að nota þau saman.

Bæði málin er hægt að nota til að stíla XML skj stíla XML skjöl.

CSS og XSL nota sama undirliggjandi snið-módel og hönnuðir hafa því aðgang að sömu eiginleikum í báðum málum. W3C mun vinna harðar að því að tryggja að víxlverkun milli beggja módela sé í boði.

W3C skjal sem kallast "Sameiginleg notkun á XML og CSS" er í boði.

Frétta úrklippur

Ef þú ert byrjandi á á þessu sviði, væri gott að byrja á því að lesa stuttlega fréttaúrklippur um stílblöð:

Sjá CSS og XSL síður fyrir fleiri (og fleiri nýlegar) greinar.

CSS

Upplýsingar um hnappa neðst á þessari síðu er að finna á hnappa síðunni og á "CSS Validator" síðunni.

Flæðandi Stílblöð (CSS) eru stílblaða fyrirkomulag sem hefur verið sérstaklega hannað til að mæta þörfum vef hönnuða og notenda.

XSL

W3C er með vinnuhóp til að þróa Extensible Style Language (XSL). XSL byggir á DSSSL og CSS og er fyrst og fremst miðað við mjög skipulögð XML gögn sem t.d. þurfa að endurraða einstökum þáttum fyrir birtingu. Nánari upplýsingar um XSL sjá W3C XSL upplýsinga vefsíðu.

DSSSL

DSSSL er "document tree transformation" og stílblaða mál með mörgum fylgismönnum í SGML samfélaginu.

DSSSL auðlindir á vefnum:

CSS-DOM & SAC

CSS skrá er hægt að búa til og breyta handvirkt", þ.e. með texta ritþór, en þú getur líka skrifað forrit í ECMAscript, Java eða einhverju öðru máli, sem vinnur með og breytir stílblöðum. Þetta er í raun svo algengt að það eru mörg hugbúnaðar söfn með gagnlegum aðgerðir í boði. Til að hjálpa til við að færa slíkan hugbúnað yfir á önnur tölvukerfi (platforma), þá hefur W3C þróað skilgreiningu sem kallast CSS-DOM, sem skilgreinir sett af föllum sem öll hugbúnaðarsöfn vera að útfæra.

CSS Document Object Model er API (Abstract Programming Interface) sem er notað til að handfjötla CSS (og að vissu marki einnig önnur stíl mál) innan úr því kerfi sem verið er að nota. API er skilgreining á hugbúnaðar safni. Þú getur hugsað um það sem handbók: það lýsir virkni og breytum fallanna, en inniheldur ekki raunverulegan kóða. Það eru nokkur CSS-DOM söfn í boði fyrir mismunandi kerfi. Mörg þeirra eru ókeypis. Margir vafrar hafa CSS-DOM söfn byggð inn sem hluta af vöfrunum, svo hægt sé að keyra ECMAScript hugbúnað.

Það eru nokkur CSS-DOM söfn í boði fyrir mismunandi kerfi. Mörg þeirra eru ókeypis. Margir vafrar hafa CSS-DOM söfn byggð inn sem hluta af vöfrunum, svo hægt sé að keyra ECMAScript hugbúnað.

SAC (Einfaldur API fyrir CSS) er viðbót við CSS-DOM. CSS-DOM inniheldur aðgerðir til að vinna með og breyta stílblaði eftir að því hefur verið hlaðið inn í minnið, aðgerðir skilgreindar í SAC hjálpa til vi að þátta stílblöð, þ.e. í að flytja þau úr skrám í minni.

CSS-DOM er W3C Recommendation. SAC er verkefni í þróun. Hugbúnaður (annar en vafrar) er skráður á CSS yfirlits síðunni.

Ráðstefnur, vinnustofur, rannsóknir

The W3C liðið og fulltrúar W3C meðlima eru oft með kynningar.

Dynamic HTML

Dynamic HTML er hugtak notað til að lýsa HTML síðum með breytilegu efni. CSS er einn af þremur þáttum í "Dynamic HTML", hinir tveir eru HTML og JavaScript (sem er stöðlað undir nafninu EcmaScript). Þrír þættir eru tengdir með DOM, eða Document Object Model.

Skyld efnistök

CSS Valid  
CSS!

Bert Bos, W3C Style Activity Lead
Webmaster
Last updated: $Date: 2009/09/21 10:32:06 $ GMT

Copyright  © 1997-2008 W3C (MIT, ERCIM, Keio)