Amaya W3C

Um Amaya

Sækja Amaya

Póstlistar

Skjölun

Þeir sem leggja til verkefnisins

Velkominn til Amaya

Upprunaleg útgáfa: http://www.w3.org/Amaya

Þýðandi: Mark Goeder-Tarant

Athugið að þetta er þýðing af skjali frá W3C. Upprunalega skjalið er verndað með lögum umhöfundarrétt.Sérstakar þakkir fá Nasenkorrektur Frankfurt og fyrir diggan stuðning við að gera þetta skjal aðgengilegt á íslensku

Ritþór og vafri frá W3C

Amaya er vef ritþór, þ.e.a.s. verkfæri sem er ætlað til að búa til og uppfæra skjöl beint á vefnum. Skoðun skjala, skrif og fjaraðgangur er útfærður í einkvæmu umhverfi. Þetta er í samræmi við þá upprunalegu sýn að vefurinn væri svæði þar sem notendur geta unnið saman að verkefni, í stað þess að nota hann sem einstefnu upplýsingagátt.

Vinna við Amaya hófst hjá W3C árið 1996 í þeim tilgangi að sýna nýja veftækni í fullvirkum vafra. Aðal hvatinn fyrir því að þróa Amaya var að búa til ramma til að sýna fram á virkni nýrrar veftækni. Amaya er notað til að sýna tækninýjungar í fullri virkni í samfelldu umhverfi sem er samkvæmt sjálfu sér í öllum aðgerðum.

Amaya byrjaði sem HTML + CSS stílblaða ritþór. Síðan þá hefur hann verið útvíkkaður til að styðja XML og aukinn fjölda XML forrita, s.s. XHTML fjölskylduna, MathML og SVG. Hann gerir notendum kleyft að vinna með allar þessar tækninýjungar í samsettum skjölum.

Amaya inniheldur textaskýringar samvinnuhugbúnað byggðan á Resource Description Framework (RDF), XLink, og XPointer. Sjá he Annotea verkefnis heimasíðuna.

Amaya - Open Source

Amaya er open source hugbúnaður hýstur af W3C. Þér er boðið að leggja til þína krafta í hvaða formi sem er (skjölun, þýðingar, forritun, aflúsun, o.s.frv.).

Amaya hugbúnaðurinn er skrifaður í C og er fáanlegur á Windows, Unix og Mac OS X.

Opin irc rás: #amaya er aðgengileg á irc.w3.org (port 6665).

Amaya Teymið

Hugbúnaðurinn er unninn í samstarfi W3C og WAM (Web, Adaptation and Multimedia) verkefnið hjá INRIA. Megin kjarni teymisins samanstendur af: Irène Vatton (Project lead, INRIA), Laurent Carcone (W3C), Vincent Quint (INRIA).

Núverandi útgáfa

Amaya 11.4.4 (18 January 2012).

Hún styður HTML 4.01, XHTML 1.0, XHTML Basic, XHTML 1.1, HTTP 1.1, MathML 2.0, margar CSS 2 skilgreiningar og SVG.

Amaya inniheldur nú SVG ritþór (fyrir ákveðið hlutmengi af forritunarmálinu). Hægt er að birta og að hluta til breyta XML skjölum. Búið er að alaga forritið að alþjóðlegum stöðlum. Það er með háþróuðu notandaviðmóti með samhengisvalmyndum (e: contectual menus), breytilegum valmyndum og verkfærum og for-skilgreindum þemum.

Dreifingar eru fáanlegar fyrir Linux, Windows og nú Max OS X (Power PC og Intel).

Þessi útgáfa gefur kost á stuðningi við notkun sniðmáta og er að hluta til kostuð af "6th Framework Programme of the European Commission" sem hluti af Palette verkefninu.

Sjá yfirlits síðuna fyrir nánari upplýsingar.

Vegvísir

Amaya er varið af "W3C Software Notice and License"". Táknið W3C-Amaya má setja á vefsíður þegar þær eru búnar til og viðhaldið af Amaya.

Valid xhtml W3C-Amaya


Irène Vatton
Dagsetning: 2009-11-17

Höfundarréttur © 1994-2009 INRIA og W3C® (MIT, ERCIM, Keio), Allur réttur áskilinn. W3C ábyrgð, vörumerki, notkun skjala og hugbúnaðarleyfis reglur gilda. Notkun þín á þessari vefsíðu er í samræmi við verndun persónuuplýsinga almennra aðila og meðlima